miðvikudagur, 19. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hvalveiðarnar hefjast í júníbyrjun

12. mars 2009 kl. 13:59

Atvinnuveiðar á stórhvölum hefjast hér við land í byrjun júní og er verið að undirbúa skip og vinnslustöðvar fyrir vertíðina. Áætlað er að 200-250 manns komi að veiðum og vinnslu.

Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. segist engar áhyggjur hafa af sölu afurðanna. ,,Við erum búnir að komast með kjötið okkar inn á markaðinn og ég er þess fullviss að vandalaust verður að selja það,” segir Kristján.

Rætt er nánar við Kristján í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.