þriðjudagur, 11. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Innflutningur Bandaríkjanna á pangasius eykst um 71%

6. desember 2009 kl. 11:00

Innflutningur Bandaríkjamanna á eldisfiskinum pangasius frá Víetnam hefur aukist gríðarlega. Á fyrstu 10 mánuðum ársins nam verðmæti þessa innflutnings 111 milljónum dollara, eða 13,6 milljörðum íslenskum, og er aukningin um 71% frá sama tíma í fyrra.

Viðskiptin við Bandaríkin eru um 10% af heildarútflutningi Víetnam á pangasius. Í októbermánuði fluttu Bandaríkjamenn inn pangasius að verðmæti 15,5 milljónir dollara. Aukningin í þessum eina mánuði er 2,5%. Útflutningur á pangasius frá Víetnam til Þýskalands, Hollands og Póllands jókst einnig í október.

Hins vegar dróst útflutningur á pangasius til Spánar lítillega saman, eða 0,8%, en Spánn er annar stærsti markaður fyrir pangasius frá Víetnam. Einnig dróst útflutningur á pangasius frá Víetnam til ESB-ríkja í heild saman um 7%.

Heimild: SeafoodSource