föstudagur, 14. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Íslendingum boðið til makrílviðræðna

1. desember 2009 kl. 17:28

Evrópusambandið, Færeyjar og Noregur hafa nú boðið Íslandi til viðræðna um heildarstjórnun makrílveiða í Norðaustur-Atlantshafi í mars 2010 og hefur Jón Bjarnason sjávarútvegráðherra þekkst boðið. Aðilar eru sammála um nauðsyn þess að strandríkin fjögur, sem öll eiga hagsmuna að gæta, komi á sameiginlegri stjórnun veiða úr þessum mikilvæga stofni til að tryggja sjálfbæra nýtingu.

Á fundi aðila verður m.a. rætt um aflahámark, skiptingu afla milli aðila, aðgang að lögsögu, vísindasamstarf og eftirlit með veiðum.

Sjávarútvegsráðherra gaf nýlega út reglugerð sem heimilar einhliða veiðar íslenskra skipa á 130.000 tonnum af makríl á árinu 2010. Í frétt frá ráðuneytinu er bent á að Íslendingum hafi ekki boðið að sitja fund annarra strandríkja í nýliðnum nóvember á jafnréttisgrundvelli.