sunnudagur, 24. mars 2019
 

Neita að afhenda Herjólf – vilja aukagreiðslur

Vegagerðin hefur hafnað kröfum skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. sem gerir kröfur um viðbótargreiðslu þvert á alla samninga um lokaskil verksins og aukaverk. Vegagerðin hefur leitað ráðlegginga erlendra sérfræðinga á þessu sviði varðandi viðbrögð.

Myndi aldrei rúma mikið af þorski

Landgrunnið við Ísland er allt að hundrað sinnum stærra en landgrunnið við Jan Mayen. Vistkerfi landgrunnsins við Jan Mayen myndi því aldrei rúma þorsk í neinu magni sem nálgast það sem íslenska landgrunnið ræður við.

Merkingar á þorski hafnar á ný

Nú herma fréttir að íslenskur þorskur sé farinn að veiðast við Jan Mayen. Því er nauðsynlegt að merkingar séu stundaðar reglulega þannig að hægt sé að fylgjast stöðugt með því hvort breytingar verði á fari þorsks við Ísland.

Jafn og góður afli frá áramótum

Síðustu tvö ár þurftum við að fara vestur á Selvogsbanka til að fá þorsk í mars- og aprílmánuði en nú er staðan allt önnur,“ segir Þórhallur Jónsson, skipstjóri.

Mikill vöxtur í fiskeldi

Framleidd voru 19 þúsund tonn í fiskeldi á Íslandi árið 2018 og hefur framleiðslan nær fjórfaldast á síðustu tíu árum. Þar af var framleiðslan í laxeldi um 13,5 þúsund tonn.

Varpa nýju ljósi á þróunartengsl þorskfiska

Í greininni eru þróunartengsl einstakra tegunda rakin nánar, t.d. hvernig Atlantshafsþorskur blandaðist við tegundir í Íshafinu og úr varð vagleygði ufsi eða Alaskaufsi


TölublöðVenjuleg útgáfa

Jafnræðisregla EES ekki brotin

10. desember 2009 kl. 16:24

Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra vísar því á bug að boðað 5% álag við útflutning á óvigtuðum, ferskum fiski sé brot á jafnræðisreglum EES samningsins. Þetta álag sé til að tryggja jafnræði allra við öflun hráefnis til fiskvinnslu.

Boðaðar reglur um vigtun sjávarafla hafa fengið nokkuð harða gagnrýni. Ráðherra hefur boðað að heimilað verði að flytja út óvigtaðan, ferskan fisk gegn því að 5% álagi verði bætt við þá vigt sem dregin verði frá kvóta. Ekkert álag er nú.

Útvegsmenn hafa sagt þetta álag brjóta reglur EES um jafnræði, fiskframleiðendur gagnrýna að heimilað verði áfram að flytja út óvigtaðan fisk, 5% álag skipti litlu til að auka framboð á mörkuðum hér.

Jón Bjarnason, sjávarútvegsráðherra, segir þessar reglur fyrst og fremst munu jafna aðstöðu á milli íslenskrar fiskvinnslu og þeirra sem flytja fisk út óvigtaðan á markaði erlendis. Fráleitt sé að halda því fram að í reglunum felist brot á EES reglum. Hann minnir á að samkvæmt íslenskum lögum sé þessi heimild miklu hærri, allt að 20% eftir fisktegundum.

Jón leggur áherslu á að markmið reglnanna séu að tryggja sem best megi verða að fiskaflinn sé unninn hérlendis og virðisaukinn verði eftir í landinu.  Ef þetta dugi ekki til að styrkja, bæta og jafna samkeppnisaðstöðu íslenskrar fiskvinnslu og íslenskra fiskmarkaða verði að skoða málið áfram.

Frá þessu er skýrt á vef ríkisútvarpsins, ruv.is