miðvikudagur, 19. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þjóðverjar framleiða sjávarafurðir fyrir 395 milljarða íslenskra króna

29. júní 2009 kl. 15:00

Framleiðsluverðmæti fiskafurða, skelfiskafurða og afurða annarra sjávardýra í Þýskalandi á árinu 2008 jókst um 2,1% frá árinu á undan og fór í 2,2 milljarða evra, eða um 395 milljarða íslenskra króna.

Til samanburðar má geta þess að útflutningsverðmæti sjávarafurða frá Íslandi á árinu 2008 nam um 171 milljarði króna.

Nánar tiltekið jókst framleiðsluverðmæti sjávarafurða í Þýskalandi í fyrra um 44 milljónir evra frá árinu 2007, eða tæpa 8 milljarða íslenska. Framleiðsla á fiskafurðum í tonnum talið jókst um 5,5% frá árinu áður, fór úr 474 þúsund tonnum í 500 þúsund tonn.

Forsvarsmenn þýsks fiskiðnaðar segja að helsti vandinn í greininni um þessar mundir sé hækkandi fjármagnskostnaður í kjölfar heimskreppunnar og ört vaxandi skrifræði í Evrópusambandinu. Brýnustu verkefnin framundan eru þau að finna raunhæf ráð til að berjast gegn ólöglegum veiðum annars vegar og hins vegar að innleiða merki á afurðir sem greini frá uppruna þess fisks sem unninn er.

Heimild: IntraFish