mánudagur, 17. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Leiðangur á Árna Friðrikssyni: Alls staðar vart við makríl á grunnslóð

13. ágúst 2009 kl. 15:00

Makrílleiðangur á Árna Friðrikssyni, sem nú stendur yfir, staðfestir það sem af er frásagnir sjómanna um að makríll virðist vera úti um allan sjó að því er fram kemur í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.

Rannsóknaskipið Árni Friðriksson hefur undanfarna daga kannað útbreiðslu makríls á íslenska hafsvæðinu yfir sumartímann. Þessi rannsókn er í tengslum við könnun á útbreiðslu makríls á öðrum hafsvæðum en Færeyingar og Norðmenn hafa farið í svipaða leiðangra. ,,Verið er að kanna útbreiðslu þessa stofns á fæðutíma. Makríllinn hefur aukið útbreiðslu sína í NA-Atlantshafi verulega á undanförnum árum og hann hefur gengið norðar og vestar en áður,“ segir Sveinn Sveinbjörnsson, leiðangursstjóri um borð í Árna Friðrikssyni, í samtali við Fiskifréttir.

Þegar rætt var við Svein var Árni Friðriksson búinn að kanna svæðið frá Faxaflóa að Stokksnesi og síðan út að miðlínu milli Íslands og Færeyja.  Fyrir höndum var að kanna landgrunnsbrúnina fyrir austan land. Auk þess tók Hoffell SU þátt í leiðangrinum og kannaði grunnslóð fyrir austan. Ráðgert er að Hoffell athugi síðan svæðið norður og norðaustur af landinu. ,,Segja má að við höfum alls staðar orðið varir við makríl á grunnslóð. Við sáum hann ekki utan við kantana á djúpa vatninu. Þá er makríll hér á Færeyjahryggnum bæði á því svæði sem við erum nú á og sunnar,“ segir Sveinn.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.