sunnudagur, 16. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Lítill kraftur í gulldepluveiðunum

24. nóvember 2009 kl. 15:48

Tvö skip HB Granda, Faxi RE og Ingunn AK, eru nú að gulldepluveiðum vestast í Grindavíkurdýpi. Faxi var kominn á miðin sl. sunnudag og Ingunn kom á svæðið í morgun.

Að sögn Alberts Sveinssonar, skipstjóra á Faxa, hefur verið afskaplega rólegt yfir veiðunum en þó höfðu Faxamenn fengið samtals um 170 tonn í tveimur holum og stóð þriðja holið yfir er rætt var við Albert.

,,Það er enginn kraftur í þessu. Við komum á miðin á sunnudag og byrjuðum á sigla vítt og breitt um svæðið í leit að álitlegum lóðum. Fundum þó lítið til að byrja með en í gær fengum við svo 100 tonna hol og um 70 tonn í öðru holinu. Núna erum við að skrölta á smábletti, sem við höfum verið að veiða úr,“ segir Albert í samtali á heimasíðu HB Granda í dag.