fimmtudagur, 23. maí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Litlar breytingar á röð kvótahæstu útgerða

18. október 2016 kl. 14:43

Landað úr skipi HB Granda. (Mynd af vef HB Granda)

HB Grandi er með 10,8% af heild og Samherji með 7,2%.

Fiskistofa hefur birt að venju upplýsingar um kvótahæstu útgerðirnar á nýbyrjuðu fiskveiðiári. Fram kemur að litlar breytingar hafi orðið á röð efstu útgerðanna frá því hliðstæðar upplýsingar voru birtar í mars sl. í kjölfar úthlutunar á aflamarki í deilistofnum og viðbótarúthlutunar í loðnu. 

 Eins og undanfarin ár eru HB Grandi og Samherji í tveimur efstu sætunum. HB Grandi er með um 11% af hlutdeildunum en var í mars með 10,8%. Samherji er með 6,2%. Samanlagt ráða þessi tvö stærstu útgerðarfyrirtæki landsins því yfir 17% af hlutdeildunum í kvótakerfinu. Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum fellur frá fyrri hluta ársins úr 4. í 6. sæti listans yfir stærstu útgerðarfyrirtækin en annars eru breytingar litlar á toppi listans.

Sjá nánar á vef Fiskistofu.