sunnudagur, 24. mars 2019
 

Sextíu prósent smábáta aðstöðulausir

Faxaflóahafnir gerðu skoðanakönnun meðal smábátaeigenda og gefa til kynna vilja til efla smábátaútgerð og bæta hafnaraðstöðu.

Neita að afhenda Herjólf – vilja aukagreiðslur

Vegagerðin hefur hafnað kröfum skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. sem gerir kröfur um viðbótargreiðslu þvert á alla samninga um lokaskil verksins og aukaverk. Vegagerðin hefur leitað ráðlegginga erlendra sérfræðinga á þessu sviði varðandi viðbrögð.

Myndi aldrei rúma mikið af þorski

Landgrunnið við Ísland er allt að hundrað sinnum stærra en landgrunnið við Jan Mayen. Vistkerfi landgrunnsins við Jan Mayen myndi því aldrei rúma þorsk í neinu magni sem nálgast það sem íslenska landgrunnið ræður við.

Merkingar á þorski hafnar á ný

Nú herma fréttir að íslenskur þorskur sé farinn að veiðast við Jan Mayen. Því er nauðsynlegt að merkingar séu stundaðar reglulega þannig að hægt sé að fylgjast stöðugt með því hvort breytingar verði á fari þorsks við Ísland.

Jafn og góður afli frá áramótum

Síðustu tvö ár þurftum við að fara vestur á Selvogsbanka til að fá þorsk í mars- og aprílmánuði en nú er staðan allt önnur,“ segir Þórhallur Jónsson, skipstjóri.

Mikill vöxtur í fiskeldi

Framleidd voru 19 þúsund tonn í fiskeldi á Íslandi árið 2018 og hefur framleiðslan nær fjórfaldast á síðustu tíu árum. Þar af var framleiðslan í laxeldi um 13,5 þúsund tonn.


TölublöðVenjuleg útgáfa

LÍÚ: Olíustyrkir ESB viðhalda háu olíuverði

Guðjón Einarsson
14. júlí 2008 kl. 17:30

,,Samkvæmt Bloomberg fréttaveitunni í dag er verð á olíutunnunni í 145 dollurum í framvirkum viðskiptum. Það segir okkur - miðað við gengi á dollara í dag og að í hverri tunnu séu 159 lítrar af olíu - að verð á hráolíu sé nú um 70,00 íkr/lítra til olíuhreinsunarstöðva,” segir á vef Landssambands íslenskra útvegsmanna.

  Og áfram segir á vef LÍÚ:

,,Þessi gríðarlega hækkun á olíu hefur ekki verið útskýrð í fjölmiðlum svo vel sé. Bent hefur verið á aukna notkun í Kína og Indlandi, spákaupmennsku, þverrandi olíulindir og skort á olíuhreinsunarstöðvum svo nokkuð sé nefnt. Gríðarlegir olíustyrkir til fiskveiða í ESB löndunum hafa einnig sitt að segja til þess að viðhalda háu olíuverði.                     Atvinnulífið og heimilin um allan heim sem ekki njóta styrkja horfa í þennan gjaldalið og verða að spara olíu eins og frekast er kostur. Starfsemi sem þolir ekki svona hátt olíuverð leggst af nema aðrir orkugjafar geti komið í staðinn. Fátækasti hluti mannkynsins er eins og svo oft áður við slíkar aðstæður í mestri hættu. Í kjölfar hækkandi olíu hefur matarverð í heiminum farið hækkandi, sem gerir hundruðum milljóna manna erfitt um að brauðfæða sig.”

Verðbóla?

,,Mestar líkur eru á að þróun olíuverðsins sé enn ein verðbólan eins og fasteignabólan sem til skamms tíma reið yfir Vesturlönd og er helsta undirrót að vandræðum fjármálakerfisins í heiminum. Sé þetta haldbær skýring á háu olíuverði mun olía að sjálfsögðu lækka að nýju. Hversu hratt eða hvenær veit enginn á þessari stundu. Olíukrísan í byrjun níunda áratugar síðustu aldar stóð í um fimm ár en hæsti verðtoppurinn stóð skemur eða í þrjú ár,” segir á vef LÍÚ.