miðvikudagur, 19. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

LS vill að skötuselskvótinn verði aukinn um 1.000 tonn

27. júlí 2009 kl. 16:15

Stjórn Landssambands smábátaeigenda skorar á sjávarútvegsráðherra að auka nú þegar leyfilegan heildarafla á skötusel um 1.000 tonn.  Ennfremur að hann hvattur til að breyta reglum um meðafla við grásleppuveiðar þannig að skötuselur teljist ekki til kvóta við þær veiðar.

Þetta kemur fram í ályktun sumarfundar stjórnar LS sem haldinn var í Grundarfirði í síðustu viku. Þar segir ennfremur:

,,Stóraukin útbreiðsla skötusels hefur leitt til vandamála við grásleppuveiðar.  Skötuselur, sem er ránfiskur, ásælist grásleppuna og lendir í auknum mæli sem óæskilegur afli við veiðarnar.  Flestir grásleppubátar hafa ekki veiðiheimildir í skötusel enda hefur það verið nánast óþekkt að hann veiðist í grásleppunet.  Nú hefur hins vegar orðið breyting á og því brýnt að taka á þeim vanda með því að hann teljist ekki til kvóta við þann veiðiskap.

Ennfremur er bent á að skötuselur er ránfiskur og því réttlætanlegt að veiði á honum sé töluvert umfram það sem Hafrannsóknastofnun leggur til.“

Nánar er fjallað um málið á vef LS,HÉR