mánudagur, 25. júní 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Mánabergið selt til Rússlands

17. mars 2017 kl. 14:53

Mánaberg ÓF. (Mynd: Þorgeir Baldursson)

Lagði af stað til Múrmansk nú rétt áðan.

Frystitogarinn Mánaberg ÓF í eigu Ramma hf. hefur verið seldur til Rússlands. Skipið lagði af stað til Múrmansk nú rétt áðan frá Ólafsfirði. 

Sólberg ÓF, hinn nýi frystitogari Ramma hf., sem verið hefur í smíðum í Tyrklandi, mun leysa af hólmi frystitogarana tvo, Sigurbjörgu og Mánaberg. Sigurbjörg ÓF er óseld og er nú að veiðum í Barentshafi.

Ragnar Aðalsteinsson útgerðarstjóri Ramma hf. tjáði Fiskifréttum að vonast væri til þess að nýi frystitogarinn legði af stað heim frá Tyrklandi um miðjan apríl.