mánudagur, 10. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Margrét EA fer á veiðar við Marokkó

14. ágúst 2009 kl. 15:00

 

Margrét EA-710, eitt af uppsjávarskipum Samherja hf., er nú á förum til Marokkó þar sem hún verður í tímabundnu verkefni fram til jóla, að því er fram kemur í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu.

,,Þetta er gert vegna verkefnaleysis hér heima. Ekki er útlit fyrir að veiðar verði leyfðar á íslensku síldinni í haust. Engin loðnuveiði sem heitið gat var síðastliðin vetur og mikil óvissa er með loðnuna næsta vetur,“ sagði Kristján Vilhelmsson, framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja, í samtali við Fiskifréttir.

Margrét EA mun veiða sardínu og sardínellu og landa þessum tegundum til vinnslu í Dakhla í Marokkó. Sama áhöfn verður á Margréti EA og á veiðum hér heima en skipstjóri er Arngrímur Brynjólfsson.