sunnudagur, 24. mars 2019
 

Sextíu prósent smábáta aðstöðulausir

Faxaflóahafnir gerðu skoðanakönnun meðal smábátaeigenda og gefa til kynna vilja til efla smábátaútgerð og bæta hafnaraðstöðu.

Neita að afhenda Herjólf – vilja aukagreiðslur

Vegagerðin hefur hafnað kröfum skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. sem gerir kröfur um viðbótargreiðslu þvert á alla samninga um lokaskil verksins og aukaverk. Vegagerðin hefur leitað ráðlegginga erlendra sérfræðinga á þessu sviði varðandi viðbrögð.

Myndi aldrei rúma mikið af þorski

Landgrunnið við Ísland er allt að hundrað sinnum stærra en landgrunnið við Jan Mayen. Vistkerfi landgrunnsins við Jan Mayen myndi því aldrei rúma þorsk í neinu magni sem nálgast það sem íslenska landgrunnið ræður við.

Merkingar á þorski hafnar á ný

Nú herma fréttir að íslenskur þorskur sé farinn að veiðast við Jan Mayen. Því er nauðsynlegt að merkingar séu stundaðar reglulega þannig að hægt sé að fylgjast stöðugt með því hvort breytingar verði á fari þorsks við Ísland.

Jafn og góður afli frá áramótum

Síðustu tvö ár þurftum við að fara vestur á Selvogsbanka til að fá þorsk í mars- og aprílmánuði en nú er staðan allt önnur,“ segir Þórhallur Jónsson, skipstjóri.

Mikill vöxtur í fiskeldi

Framleidd voru 19 þúsund tonn í fiskeldi á Íslandi árið 2018 og hefur framleiðslan nær fjórfaldast á síðustu tíu árum. Þar af var framleiðslan í laxeldi um 13,5 þúsund tonn.


TölublöðVenjuleg útgáfa

Norður-Írland: Þriðjungur rækjuflotans stöðvast

20. október 2009 kl. 15:00

nái niðurskurðartillögur ESB fram að ganga

Hugmyndum framkvæmdastjórnar ESB um niðurskurð á rækjukvóta er fálega tekið á Norður-Írlandi og ráðamenn þar óttast alvarlegar afleiðingar fyrir rækjuflotann og rækjuiðnaðinn, að því er fram kemur á vef BBC.

Framkvæmdastjórn ESB hefur lagt til að rækjukvótinn verði skorinn niður um 30% á árinu 2010. Talsmaður fiskframleiðenda á Norður-Írlandi segir að 100 bátar innan samtaka hans eigi allt sitt undir rækjuveiðum. “Dæmið er einfalt. Þessi niðurskurður þýðir að við þurfum að leggja 30 bátum,“ segir hann.

Hann bætir því við að í County Down, einu héraði á Norður-Írlandi, séu fleiri rækjuverksmiðjur samankomnar á litlu svæði en annars staðar í heiminum. Líklega myndi ein þeirra að minnsta kosti hverfa úr rekstri nái hugmyndir framkvæmdastjórnar ESB fram að ganga. 

Michelle Gildernew, landbúnaðarráðherra Norður-Írlands, hefur lofað því að beita sér af hörku gegn niðurskurðartillögum framkvæmdastjórnarinnar. Haft er eftir ráðherranum að þessar hugmyndir valdi vonbrigðum og séu algjörlega óréttlætanlegar. “Fiskifræðingar hafa óyggjandi gögn um að rækjustofninn í Írska hafinu sé stöðugur og við munum kynna þau gögn fyrir framkvæmdastjórninni til að koma í veg fyrir þennan niðurskurð,“ segir ráðherrann.