fimmtudagur, 23. maí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ný netagerð tekur á sig mynd

16. nóvember 2018 kl. 09:25

Hin nýja netagerð Fjarðanets hf. í Neskaupstað. Mynd/Smári Geirsson

Fjarðanet hf. er að reisa í Neskaupstað netagerð sem verður 2.600 fermetrar að stærð.

Nú er ný netagerð sem Fjarðanet hf. er að reisa í Neskaupstað óðum að taka á sig mynd.

Frá því er sagt á heimasíðu Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.

Lokið er við að klæða stálgrindina og við blasir glæsilegt hús sem stendur á uppfyllingu austan við fiskimjölsverksmiðju Síldarvinnslunnar. Húsið er gefið upp 2.600 fermetrar að stærð, en það er 85 metra langt og 26 metra breitt. Að hluta til er húsið tvær hæðir.

Gert er ráð fyrir að framkvæmdum við húsið ljúki í marsmánuði nk.  og mun tilkoma þess gjörbreyta allri aðstöðu til hins betra. Skip munu geta lagst upp að hafnarkanti framan við nýbygginguna og verða veiðarfærin tekin beint inn í húsið. Bæði skipin og veiðarfærin fara sífellt stækkandi og því er mikil þörf fyrir þetta nýja hús. Í húsinu verður meðal annars aðstaða til viðhalds veiðarfæra, þróunar nýrra veiðarfæra og til geymslu á veiðarfærum.