föstudagur, 14. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Nýi Glitnir fjármagnar nýja Þórunni Sveinsdóttur VE

3. desember 2008 kl. 15:04

Nýi Glitnir og útgerðin Ós ehf. í Vestmannaeyjum hafa komist að samkomulagi um fjármögnun 39 metra togveiðiskips, Þórunni Sveinsdóttur VE.

Skrifað var undir samning þess efnis 2007 en vegna breytinga í fjármálaumhverfi á Íslandi var samningurinn í uppnámi.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Nýja Glitni.   Í tilkynningunni segir Birna Einarsdóttir, bankastjóri Nýja Glitnis, að þetta sé mikilvægt fyrir bankann að finna að hann njóti trausts til að fjármagna svo stórt verk sem snýr að grunnatvinnuvegi landsins.

Nánar er sagt frá málinu í Eyjafréttum.