föstudagur, 22. mars 2019
 

Merkingar á þorski hafnar á ný

Nú herma fréttir að íslenskur þorskur sé farinn að veiðast við Jan Mayen. Því er nauðsynlegt að merkingar séu stundaðar reglulega þannig að hægt sé að fylgjast stöðugt með því hvort breytingar verði á fari þorsks við Ísland.

Jafn og góður afli frá áramótum

Síðustu tvö ár þurftum við að fara vestur á Selvogsbanka til að fá þorsk í mars- og aprílmánuði en nú er staðan allt önnur,“ segir Þórhallur Jónsson, skipstjóri.

Mikill vöxtur í fiskeldi

Framleidd voru 19 þúsund tonn í fiskeldi á Íslandi árið 2018 og hefur framleiðslan nær fjórfaldast á síðustu tíu árum. Þar af var framleiðslan í laxeldi um 13,5 þúsund tonn.

Varpa nýju ljósi á þróunartengsl þorskfiska

Í greininni eru þróunartengsl einstakra tegunda rakin nánar, t.d. hvernig Atlantshafsþorskur blandaðist við tegundir í Íshafinu og úr varð vagleygði ufsi eða Alaskaufsi

Leggja til fullgildingu samnings um Norður-íshafið

Samningurinn var undirritaður hinn 3. október 2018 í Ilulissat á Grænlandi. Auk Íslands var samningurinn undirritaður af Bandaríkjunum, Danmörku f.h. Grænlands, Japan, Kanada, Kína, Noregi, Rússlandi og Suður-Kóreu auk ESB.

Grænlendingar virðast sáttir við hærri veiðigjöld

Tekjur Grænlands af veiðigjöldum hækka mikið með nýju kerfi. Grænlensk útgerðarfyrirtæki greiddu samtals jafnvirði 7,3 milljarða íslenskra króna í veiðigjöld á síðasta ári.


TölublöðVenjuleg útgáfa

Nýja-Sjáland: Þar ríkir sátt um kvótakerfið

18. september 2009 kl. 12:01

,,Á Nýja-Sjálandi er litið á kvótakerfið sem vel heppnað aðferð til þess að stjórna fiskveiðum þjóðarinnar. Það ríkir sátt um kerfið,” segir Stan Crothers fyrrum starfsmaður nýsjálenska sjávarútvegsráðuneytisins í viðtali við Fiskifréttir.

Þótt Nýsjálendingar séu stór fiskveiðiþjóð nú á dögum er Nýja-Sjáland sögulega séð og enn í dag fyrst og fremst landbúnaðarland. Af þeirri ástæðu hefur stjórn fiskveiða aldrei verið jafnmikið deiluefni þar í landi og á Íslandi.

Stan Crothers segir að á Nýja-Sjálandi sé fyrst og fremst litið á kvótakerfið sem stjórntæki við fiskveiðar en ekki sem lið í byggðaþróun eða annarri félagslegri stýringu. Stjórnvöld hafi frá upphafi ákveðið að halda þessu algjörlega aðskildu.

Kvótakerfi Nýsjálendinga er að flestu leyti líkt íslenska kvótakerfinu. Átta sjávarútvegsfyrirtæki framleiða 80% af öllum sjávarafurðum í landinu. Um 90% afurðanna eru fluttar út.

Nánar er fjallað um sjávarútveg og fiskveiðistjórnun á Nýja-Sjálandi í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu.