fimmtudagur, 23. maí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Óbreytt skipting loðnukvótans milli landa

5. maí 2017 kl. 13:59

Loðna

Samningur um loðnuveiðar á næstu vertíð undirritaður.

Undirritaður hefur verið samningur Íslands, Noregs og Grænlands um loðnuveiðar á næstu vertíð. Samkvæmt honum verður skipting kvótans milli landanna óbreytt á næstu vertíð, þ.e. Ísland verður áfram með 81%, Grænland 11% og Noregur 8%. 

Sem kunnugt er hafa Grænlendingar óskað eftir aukinni hlutdeild vegna aukinnar veru loðnunnar inni í grænlenskri lögsögu og mun viðræðum um þessa kröfu verða haldið áfram. 

Fram kemur á vef norskra útvegsmanna að Íslendingar hyggist auka rannsóknir á loðnustofninum m.a. með því að fara norðar í Jan Mayen lögsöguna og grænlensku lögsöguna. Norðmenn og Grænlendingar hafi verið beðnir að taka aukinn þátt í rannsóknunum.