sunnudagur, 16. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Partrollveiðar á gulllaxi

13. nóvember 2009 kl. 15:21

Systurskipin Bergey VE og Vestmannaey VE hófu veiðar á gulllaxi með partrolli í síðustu viku að færeyskri fyrirmynd. Veiðarnar hafa gengið þokkalega að því er Magnús Kristinsson, útgerðarmaður skipanna, segir í samtali við nýjustu Fiskifréttir.

Þegar rætt var við Magnús höfðu skipin landað 250 körum en hann bjóst við að aflinn næði 450-500 körum um miðja vikuna.

Skipin hafa verið að veiðum suður af Surti. Magnús sagði að veiðarfærin og allur búnaður hefðu reynst vel og í því sambandi hefði skipt miklu máli að hafa öfluga og góða skipstjóra og góða áhöfn um borð. Frystihús í Vestmannaeyjum kaupir aflann. Gulllaxinn er hausskorinn og heilfrystur og sendur þannig á markað erlendis. ,,Þetta er ágætisviðbót við þá vinnslu sem var fyrir í landi í Vestmannaeyjum,“ sagði Magnús.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.