mánudagur, 10. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þrándur í Götu seldur til Perú

17. ágúst 2009 kl. 12:00

Þrándur í Götu, sem er Íslendingum að góðu kunnur vegna veiða hér við land og löndunar í íslenskum höfnum, hefur verið seldur til Perú. Þetta færeyska uppsjávarskip er nú komið í eigu útgerðarrisans Pacific Andes og verður gert út til veiða á makríl í Kyrrahafi.

Seljandi er færeyska útgerðin Vinnan í Götu sem bíður eftir að fá afhent nýtt tog- og nótaskip til uppsjávarveiða, en verið er að leggja lokahönd á það í skipasmíðastöð í Danmörku.

Þrándi í Götu var siglt til Killybegs á Írlandi þar sem skipið gagngerðar breytingar og endurbætur verða gerðar á því. Skipið er nú undir fána Belize en verður síðan skráð í Perú. Sjávarútvegsvefurinn IntraFish skýrir frá þessu.