miðvikudagur, 19. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Saltfiskurinn lækkar í verði um 20 til 30% í erlendri mynt

12. mars 2009 kl. 09:36

Þegar nálgast páska hefur eftirspurn eftir saltfiski frá Íslandi yfirleitt aukist en nú ber svo við að salan á saltfiski er heldur treg og verðið hefur lækkað umtalsvert í erlendri mynt, eða um 20-30%, að því er fram kemur í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.

Þrátt fyrir að verðlækkun hafi orðið á saltfiski hefur það ekki ýtt nægilega við kaupendum. Þeir hafa haldið að sér höndum og beðið eftir því að verðið myndi lækka enn meir, að því er Birgir S. Bjarnason, framkvæmdastjóri Íslensku umboðssölunnar hf., sagði í samtali við Fiskifréttir. ,,Þegar verðið lækkar jafn hratt og raun ber vitni hugsa menn með sér að þeir vilji síður kaupa í þessari viku ef verðið myndi lækka enn meir í næstu viku. Menn bíða því með að kaupa eins lengi og þeir mögulega geta. Þetta setur aukinn þrýsting á markaðinn til verðlækkunar ekki bara á saltfiskinn heldur flestallar fiskafurðir,“ sagði Birgir.

Sjá nánar í Fiskifréttum.