miðvikudagur, 19. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sáralítil sala á Fjölnetinu

6. mars 2009 kl. 13:05

Sáralítið hefur selst hingað til á uppboðum á Fjölnetinu þar sem innlendum kaupendum gefst kostur á að bjóða í fisk sem áformað er að selja óunninn á erlendan markað. Boðin hafa verið upp yfir 700 tonn í vikunni á þessum vettvangi en aðeins tæp 4 tonn selst, samkvæmt upplýsingum Reiknistofu fiskmarkaða.

Seld voru 2,5 tonn af karfa á Fjölnetsuppboði í gær á kr. 137 kílóið.  Kaupendur gátu ekki uppfyllt kröfur seljenda á öðru sem var til sölu sem í allt voru 170 tonn. Í fyrradag voru samtals voru rúm 284 tonn í boði á Fjölneti en aðeins 810 kg seldust þar sem skilyrði seljenda um magn og verð náðust ekki. 

Eins og fram hefur komið í Fiskifréttum gagnrýna talsmenn fiskkaupenda fyrirkomulagið á Fjölnetinu. Þeir segja að þýðingarlaust sé að bjóða í fiskinn meðan skilyrðin séu þannig að útgerðaraðilinn setji lágmarksverð á fiskinn og allt verði að seljast úr viðkomandi gámi til þess að salan verði samþykkt.

Sjá nánar á vef Reiknistofu fiskmarkaða, HÉR