miðvikudagur, 19. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Skinney SF seld

13. mars 2008 kl. 15:34

Skinney SF-30, sem Skinney-Þinganes hf. á Hornafirði gerði út, hefur verið seld til félags sem mun sinna þjónustuverkefnum fyrir í olíuiðnaðinn í Norðursjó. Álasund ehf. annaðist söluna.

Skinney SF, sem er 175 brúttótonn að stærð, var síðast á humarveiðum í september í fyrra en hefur legið síðan. Auk humarveiða hefur Skinney stundað netaveiðar og veiðar með fiskitroll.

Sem kunnugt er eru tvö togskip í smíðum fyrir Skinney-Þinganes í Tævan og verða þau afhent í vor.