mánudagur, 10. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Skipstjórnarmenn mæta ekki í boð sjávarútvegsráðherra

27. nóvember 2009 kl. 10:29

Vegna ákvörunar ríkisstjórnarinnar um afnám sjómannaafsláttar samþykkti þing Farmanna- og fiskimannasambands Íslands (FFSÍ) í morgun að afþakka boð sjávarútvegsráðherra sem til stóð að hann héldu þingfulltrúum síðar í dag.

Um er að ræða móttöku sem sjávarútvegsráðherra  hefur ávallt staðið að og áratuga hefð er fyrir í lok þinga sambandsins.  Þessi ályktun var samþykkt með öflugu lófataki. Það er einróma skoðun þingfullrtúa að ótækt sé að kyssa vöndinn sama dag og fram kemur frumvarp um afnám þessara sjálfsögðu 55 gömlu ára réttinda sjómannastéttarinnar, eins og segir í ályktun þingsins.

Árni Bjarnason forseti FFSÍ sagði í samtali við Fiskifréttir að þótt afkoma hluta sjómannastéttarinnar núna í augnablikinu væri loksins betri en um langt skeið væri fólk fljótt að gleyma löngu hörmungartímabili þegar svo var komið að erfitt var að manna jafnvel bestu skipin í flotanum.