sunnudagur, 24. mars 2019
 

Neita að afhenda Herjólf – vilja aukagreiðslur

Vegagerðin hefur hafnað kröfum skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. sem gerir kröfur um viðbótargreiðslu þvert á alla samninga um lokaskil verksins og aukaverk. Vegagerðin hefur leitað ráðlegginga erlendra sérfræðinga á þessu sviði varðandi viðbrögð.

Myndi aldrei rúma mikið af þorski

Landgrunnið við Ísland er allt að hundrað sinnum stærra en landgrunnið við Jan Mayen. Vistkerfi landgrunnsins við Jan Mayen myndi því aldrei rúma þorsk í neinu magni sem nálgast það sem íslenska landgrunnið ræður við.

Merkingar á þorski hafnar á ný

Nú herma fréttir að íslenskur þorskur sé farinn að veiðast við Jan Mayen. Því er nauðsynlegt að merkingar séu stundaðar reglulega þannig að hægt sé að fylgjast stöðugt með því hvort breytingar verði á fari þorsks við Ísland.

Jafn og góður afli frá áramótum

Síðustu tvö ár þurftum við að fara vestur á Selvogsbanka til að fá þorsk í mars- og aprílmánuði en nú er staðan allt önnur,“ segir Þórhallur Jónsson, skipstjóri.

Mikill vöxtur í fiskeldi

Framleidd voru 19 þúsund tonn í fiskeldi á Íslandi árið 2018 og hefur framleiðslan nær fjórfaldast á síðustu tíu árum. Þar af var framleiðslan í laxeldi um 13,5 þúsund tonn.

Varpa nýju ljósi á þróunartengsl þorskfiska

Í greininni eru þróunartengsl einstakra tegunda rakin nánar, t.d. hvernig Atlantshafsþorskur blandaðist við tegundir í Íshafinu og úr varð vagleygði ufsi eða Alaskaufsi


TölublöðVenjuleg útgáfa

Skotland: Verðum að endurheimta yfirráðin yfir miðunum

11. nóvember 2009 kl. 09:00

  Sjávarútvegsráðherra Skota, Richard Lochhead, sagði á ráðstefnu í síðustu viku að kominn væri tími til þess að hefja uppbyggingarstarf eftir þá eyðileggingu sem hin sameiginlega fiskveiðistefna Evrópusambandsins hefði valdið skoskum sjávarútvegi. „Við verðum að fá valdið yfir miðunum okkar heim á ný," sagði hann.

Á ráðstefnunni kom fram að rúmum þriðjungi alls þorsks, sem veiðist í Norðursjó og á miðum vestur af Skotlandi, væri kastað í hafið aftur. Talið er að verðmæti þess afla sem kastað er í sjóinn nemi um 60 milljónum sterlingspunda á ári. Í frétt á vef skosku heimastjórnarinnar sagði Lochhead það mat sjómanna og ýmissa sérfræðinga að brottkast væri einn helsti galli fiskveiðistefnunnar.

Locchead sagði reglugerðarfargan og smámunasemi flækja framkvæmd sameiginlegrar fiskveiðistefnun ESB og hugsanlega væri hún versta dæmið um áhrif stefnumótunar ESB á Skotland. Hann sagði skoska sjómenn nú ganga á undan með ábyrgu fordæmi við veiðar. „Ímyndið ykkur hvað við gætum gert ef við hefðum stjórn mála í eigin höndum?"

Sjá nánar á vef skosku heimastjórnarinnar, HÉR