mánudagur, 17. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Skreiðarmarkaður í Nígeríu erfiður

21. ágúst 2009 kl. 15:00

Skreiðamarkaðurinn í Nígeríu er erfiður um þessar mundir. Heimskreppan hefur leitt til þess verð á skreið til Nígeríu hefur lækkað, að því er Katrín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Sölku-Fiskmiðlunar hf. á Dalvík, sagði í samtali við Fiskifréttir sem fylgja Viðskiptablaðinu.

,,Áhrifa heimskreppunnar fór ekki að gæta að ráði í Nígeríu fyrr en upp úr áramótum, mun seinna en á Íslandi. Gengi gjaldmiðils landsins hefur lækkað. Þess vegna hafa framleiðendur orðið að taka á sig verðlækkun á skreiðinni. Samkomulag náðist í vor milli seljenda og kaupenda um 10-15% verðlækkun en hún var ekki nægileg að mínu mati. Við hefðum þurft að lækka verðið enn meir. Þess vegna meðal annars er markaðurinn í slæmri stöðu í dag,“ sagði Katrín. Hún bætti því við að vonandi myndi markaðurinn taka við sér á ný í september/október þegar regntímanum lyki. Í framhaldi af því tæki jólasalan við en fyrir jólin er besti sölutími ársins.

 Sjá nánar í Fiskifréttum.