laugardagur, 23. mars 2019
 

Neita að afhenda Herjólf – vilja aukagreiðslur

Vegagerðin hefur hafnað kröfum skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. sem gerir kröfur um viðbótargreiðslu þvert á alla samninga um lokaskil verksins og aukaverk. Vegagerðin hefur leitað ráðlegginga erlendra sérfræðinga á þessu sviði varðandi viðbrögð.

Myndi aldrei rúma mikið af þorski

Landgrunnið við Ísland er allt að hundrað sinnum stærra en landgrunnið við Jan Mayen. Vistkerfi landgrunnsins við Jan Mayen myndi því aldrei rúma þorsk í neinu magni sem nálgast það sem íslenska landgrunnið ræður við.

Merkingar á þorski hafnar á ný

Nú herma fréttir að íslenskur þorskur sé farinn að veiðast við Jan Mayen. Því er nauðsynlegt að merkingar séu stundaðar reglulega þannig að hægt sé að fylgjast stöðugt með því hvort breytingar verði á fari þorsks við Ísland.

Jafn og góður afli frá áramótum

Síðustu tvö ár þurftum við að fara vestur á Selvogsbanka til að fá þorsk í mars- og aprílmánuði en nú er staðan allt önnur,“ segir Þórhallur Jónsson, skipstjóri.

Mikill vöxtur í fiskeldi

Framleidd voru 19 þúsund tonn í fiskeldi á Íslandi árið 2018 og hefur framleiðslan nær fjórfaldast á síðustu tíu árum. Þar af var framleiðslan í laxeldi um 13,5 þúsund tonn.

Varpa nýju ljósi á þróunartengsl þorskfiska

Í greininni eru þróunartengsl einstakra tegunda rakin nánar, t.d. hvernig Atlantshafsþorskur blandaðist við tegundir í Íshafinu og úr varð vagleygði ufsi eða Alaskaufsi


TölublöðVenjuleg útgáfa

Slysavarnaskóli sjómanna fékk flotgalla frá VÍS

6. desember 2018 kl. 16:03

Frá vinstri: Reyni Leósson forstöðumaður viðskiptastýringar hjá VÍS, Helgi Bjarnason forstjóri VÍS, Hilmar Snorrason skólastjóri Slysavarnarskólans og Gísli Níls Einarsson sérfræðing í forvörnum fyrirtækja.

Þetta er níunda árið í röð sem VÍS gefur skólanum galla af þessu tagi og eru þeir því orðnir alls 90 talsins.

VÍS afhenti Slysavarnarskóla sjómanna 10 flotgalla að gjöf í vikunni en gallarnir eru notaðir í kennslu við skólann, meðal annars á grunn- og endurmenntunarnámsskeiðum sjómanna.

Þetta er níunda árið í röð sem VÍS gefur skólanum galla af þessu tagi og eru þeir því orðnir alls 90 talsins.

Þrátt fyrir að slysatíðni sjómanna sé ennþá há, samanborið við aðrar starfsstéttir, hefur dregið úr slysum undanfarin ár. Til marks um það var á árinu 2016 tilkynnt um 213 slys til sjós til Sjúkraskrár Íslands en árið 2017 bárust 134 samskonar tilkynningar sem er fækkun um 37% milli ára.

Ljóst er að mikilvægt starf Slysavarnarskólans hefur gegnt lykilhlutverki við að ná þessum árangri og starfsfólk VÍS því stolt af stuðningi félagsins við skólann, segir í tilkynningu en þar segir jafnframt að VÍS hefur lagt mikla áherslu á öryggi sjómanna undanfarin ár og unnið ötullega að forvarnarmálum með viðskiptavinum sínum í sjávarútvegi. Afrakstur þess samstarfs er meðal annars atvikaskráningarforritið ATVIK sem veitir yfirsýn yfir vinnuslys og hættur á vinnustöðum. Forritið greinir tækifæri til úrbóta og stuðlar að öruggari vinnustað. Þannig geta útgerðir gripið til aðgerða áður en slysin gerast.