sunnudagur, 27. maí 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sólbergið komið til landsins

19. maí 2017 kl. 09:59

Sólbergið í Ólafsfirði núna í morgun. (Mynd: Þorgeir Baldursson)

Hinn nýi og glæsilegi frystitogari Ramma hf.

Sólberg ÓF 1 er komið til landsins eftir siglingu frá Tyrklandi þar sem það var smíðað. Á myndinni sést það í Ólafsfirði núna í morgun en svo er það væntanlegt til Siglufjarðar á eftir. 

Sólbergið er fullkomnasti og glæsilegasti frystitogari Íslendinga, tæplega 80 metrar að lengd og 15,4 metrar að breidd. Skipið verður sýnt gestum og almenningi á morgun á Siglufirði.