mánudagur, 25. júní 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Stefnt að mælingum á loðnulirfum í vor

16. mars 2017 kl. 09:00

Loðna

Hegðun loðnunnar kemur vísindamönnum á óvart

Loðnan hefur komið vísindamönnum á óvart í vetur, bæði hvað göngumynstur og hegðun varðar. Stefnt er að því að mæla loðnulirfur í vor og sumar til að kortleggja hrygningarsvæði. Þetta kemur fram í nýjustu Fiskifréttum þar sem rætt er við Birkir Bárðarson, loðnusérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun.

 „Það er ýmislegt sem við þurfum að leggjast yfir og útskýra í þessum efnum. Eitt af því sem við horfum sérstaklega til núna er hvort einhverjar breytingar hafi orðið á hrygningarstöðvum loðnu og meta í hvaða mæli hún hefur hrygnt á hverjum stað. 

Við höfum áhuga á að reyna að mæla magn loðnulirfa að lokinni hrygningu og erum með hugmyndir um að samnýta leiðangra sem skip okkar fara í nú í vor í þeim tilgangi. Einnig verður útbreiðsla loðnulirfa könnuð samhliða makrílleiðangri í júlí.

Þessir leiðangrar geta þó ekki gefið fullnægjandi mynd af útbreiðslu loðnulirfa. Við erum því að þreifa fyrir okkur hvort útgerðir loðnuskipa séu tilbúnar til að taka þátt í þessu með okkur til að stækka og þétta rannsóknarsvæðið.

Út frá aldri lirfa, magni þeirra og útbreiðslu og með hjálp straumlíkana má áætla hvar hrygning hefur átt sér stað og fá vísbendingu um umfang hrygningar á hverjum stað,“ sagði Birkir Bárðarson.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.