mánudagur, 17. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Stigið yfir sálfræðilegan þröskuld

26. desember 2009 kl. 12:49

,,Ég held að þegar hlutfall eldisfisks í heildarfiskneyslu í heiminum verði komið í 50% stigi menn yfir ákveðinn sálfræðilegan þröskuld og fleiri og fleiri fari þá að spyrja: Þarf nokkuð að vera að eltast við fiskinn í villtri nátturu? Þetta gæti orðið næsta baráttumál umhvefissamtaka."

Þetta segir dr. Grímur Valdimarsson forstjóri fiskafurða- og fiskiðnaðardeildar FAO, Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna í viðtali í jólablaði Fiskifrétta.

Hann segir að fiskeldi í heiminum hafi vaxið um meira en 10% á ári nú á annan áratug. Nú sé svo komið að hægt sé að rækta liðlega 200 tegundir sjávarfangs og eldisfiskur orðinn 44% af öllum fiski til neyslu.

,,Ég spái því að ekki muni mörg ár líða þar til 60% af öllum neyslufiski verði eldisfiskur," segir Grímur.

Sjá nánar ítarlegt viðtal við Grím um ástandið í sjávarútvegi á heimsvísu og þróun mála síðustu árin í jólablaði Fiskifrétta sem fylgir Viðskiptablaðinu.