föstudagur, 14. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Strandveiðum á svæði A lýkur á morgun

11. ágúst 2009 kl. 13:30

Sjávarútvegsráðuneytið hefur með auglýsingu tilkynnt stöðvun strandveiða á svæði A, frá Eyja- og Miklaholtshreppi til Skagabyggðar, frá og með fimmtudeginum 13. ágúst. Samkvæmt uppfærðum aflatölum átti aðeins eftir að veiða 69 tonn af þorski á svæði A þegar veiðar hófust í dag. 

Eins og fram hefur komið í fréttum hefur gengið langbest að veiða á norðvestursvæðinu (svæði A) en fyrirsjáanlegt er að þær veiðiheimildir sem ætlaðar voru hinum svæðum þremur munu ekki nást. Þannig er nú aðeins búið að veiða 38% heimildanna á B-svæði, 52% á C-svæði og 33% á D-svæði. Í heild var ráðstafað 4.000 tonna þorskafla til strandveiða á þessu sumri og hafa 59% þeirra heimilda veiðst fram að þessu.

Nálægt 600 leyfi til strandveiða hafa verið gefin út og yfir 500 bátar farið á veiðar.

Sjá nánar um gang strandveiðanna á vef Landssambands smábátaeigenda, HÉR