miðvikudagur, 18. júlí 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Tegundir færa sig norðar

9. september 2017 kl. 12:00

Þarna gæti verið í neti þorskur af Bretlandsmiðum. MYND/ÞORGEIR BALDURSSON

Þorskur og ýsa af Bretlandsmiðum?

Bretar þurfa að búa sig undir miklar breytingar í lífríki sjávar vegna hækkandi sjávarhita og aðflutning nýrra tegunda sem geta haft  skaðleg áhrif á lífríkið en einnig aðrar sem geta nýst til manneldis. Þá neyðist tegundir eins og ýsa og þorskur til að leita á norðlægari slóðir vegna hækkandi sjávarhita og veiðist nú í auknum mæli í kringum Ísland. Þetta kemur fram í skýrslu sem gerð var af breskum vísindamönnum.

Sem dæmi um nýjar tegundir í kringum Bretland er skelfiskurinn slipper limpet sem getur eytt kræklinga- og ostrubleyðum. Á hinn bóginn geta nýjar tegundir eins og amerísk eggskel orðið grundvöllur að nýjum iðnaði.

Rannsóknateymið segir að Bretar þurfi að búa sig undir að breyta matseðli sínum því uppáhalds tegundir þeirra muni hverfa af heimamiðum. Ýsa og þorskur leiti til norðurs en á sama tíma eykst veiði á smokkfisk og sardínu sem á eftir að verða algengasta sjávarmeti á borðum Breta.

 

Sjávarhiti í kringum Bretland hefur hækkað um meira en 1,5 °C á síðustu 30 árum og vísindamenn hafa varað við því að þessi þróun gæti haldið áfram út mestan hluta þessarar aldar.