fimmtudagur, 26. apríl 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þorskurinn gaf 100 milljarða

17. febrúar 2017 kl. 09:00

Þorskur á línu. (Mynd: Kr. Ben.).

Þorskafurðir eru 43% af öllum útfluttum sjávarafurðum 2016

Þorskur vegur sem fyrr þyngst í útflutningi sjávarafurða. Á síðasta ári voru flutt út tæp 137 þúsund tonn af þorski fyrir 100,4 milljarða króna og er það rúm 43% af öllum útfluttum sjávarafurðum á árinu, að því er fram kemur í  nýjustu Fiskifréttum.

Engin ein fisktegund kemst nálægt þorskinum í verðmætum en í öðru sæti er loðnan sem skilaði um rúmum 18 milljörðum, eða tæpum 8% af heildinni. Karfi og ýsa koma þar á eftir með 14,3 milljarða og um 12,4 milljarða.

Hagstofan birti nýverið tölur yfir vöruútflutning á árinu 2016. Eins og fram hefur komið Fiskifréttum eru sjávarafurðir rétt um 43% af öllum vöruútflutningi landsmanna og námu 231,8 milljörðum  

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.