föstudagur, 14. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Tíu hrefnur skotnar ? í Noregi

4. maí 2009 kl. 15:00

Hrefnuveiðar eru hafnar í Noregi og komnar vel á veg. Þrír bátar stunda þessar veiðar og í dag var búið að skjóta alls 10 hrefnur við strönd Noregs, að því er fram kemur í frétt í Fiskeribladet/Fiskaren.

Hvalveiðar á norðurslóðum, við Svalbarða og Jan Mayen, eru ekki enn hafnar því ekki hafa fengist kaupendur á hval veiddum þar. Hvalveiðimenn verða að bíða áfram uns samið hefur verið við kaupendur.

Hrefnurnar 10 sem nú hafa verið skotnar eru þegar seldar. Verðið sem fékkst fyrir þær var allt að 44 krónum á kílóið, eða 840 krónur íslenskar. Lámarksverð fyrir hrefnukjöt er 30,5 krónur norskar.