fimmtudagur, 24. janúar 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Tíu stærstu smábátaútgerðir með 36% kvótans

25. september 2008 kl. 13:12

Veruleg samþjöppun hefur átt sér stað í krókaaflamarkskerfinu og nú er svo komið að tíu stærstu smábátaútgerðir eru með samanlagt um 36% allra aflaheimilda sem krókabátar hafa, eða tæp 11 þúsund þorskígildistonn, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.

Þróunin í smábátakerfinu hefur verið svipuð og í aflamarkskerfinu á þann veg að fiskveiðiheimildir safnast á æ færri hendur.

Árið 2005 voru tíu stærstu útgerðir í krókaaflamarkinu með um 25% af þorskígildum, þetta hlutfall var komið upp í 29% árið 2006 og 31% árið 2007.

Í upphafi fiskveiðiársins 2008/2009 tóku tíu stærstu útgerðir í litla kerfinu nokkuð stökk og eru nú með 36% allra heimilda, samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu.

Samþjöppunin er þó ekki eins ör og ætla mætti. Að hluta til stafar hún af því að aðskilin félög sem áður voru í eigu sama aðila hafa verið sameinuð.

 Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.