föstudagur, 22. mars 2019
 

Merkingar á þorski hafnar á ný

Nú herma fréttir að íslenskur þorskur sé farinn að veiðast við Jan Mayen. Því er nauðsynlegt að merkingar séu stundaðar reglulega þannig að hægt sé að fylgjast stöðugt með því hvort breytingar verði á fari þorsks við Ísland.

Jafn og góður afli frá áramótum

Síðustu tvö ár þurftum við að fara vestur á Selvogsbanka til að fá þorsk í mars- og aprílmánuði en nú er staðan allt önnur,“ segir Þórhallur Jónsson, skipstjóri.

Mikill vöxtur í fiskeldi

Framleidd voru 19 þúsund tonn í fiskeldi á Íslandi árið 2018 og hefur framleiðslan nær fjórfaldast á síðustu tíu árum. Þar af var framleiðslan í laxeldi um 13,5 þúsund tonn.

Varpa nýju ljósi á þróunartengsl þorskfiska

Í greininni eru þróunartengsl einstakra tegunda rakin nánar, t.d. hvernig Atlantshafsþorskur blandaðist við tegundir í Íshafinu og úr varð vagleygði ufsi eða Alaskaufsi

Leggja til fullgildingu samnings um Norður-íshafið

Samningurinn var undirritaður hinn 3. október 2018 í Ilulissat á Grænlandi. Auk Íslands var samningurinn undirritaður af Bandaríkjunum, Danmörku f.h. Grænlands, Japan, Kanada, Kína, Noregi, Rússlandi og Suður-Kóreu auk ESB.

Grænlendingar virðast sáttir við hærri veiðigjöld

Tekjur Grænlands af veiðigjöldum hækka mikið með nýju kerfi. Grænlensk útgerðarfyrirtæki greiddu samtals jafnvirði 7,3 milljarða íslenskra króna í veiðigjöld á síðasta ári.


TölublöðVenjuleg útgáfa

Tíu vinsælustu sjávarréttir í Bandaríkjunum: Þorskurinn aðeins í áttunda sæti

8. desember 2009 kl. 13:19

Þótt Bandaríkjamenn séu þekktir fyrir að hafa mikið dálæti á kjöti hefur fiskneysla þeirra aukist. Rækja er vinsælasta sjávarafurðin þar í landi en þorskurinn hefur hrapað í vinsældum og er nú aðeins í áttunda sæti.

Á vef Intrafish má sjá niðurstöður úr athugun sem gerð var um vinsælustu sjávarrétti í Bandaríkjunum á árinu 2008. Þar kemur fram að hver Bandaríkjamaður borðaði að meðaltali 16 pund af fiskafurðum það ár eða 7,2 kíló. (1 pund = 0,45 kg). Þetta er reyndar 2% samdráttur milli áranna 2007 og 2008. Engu að síður neyta Bandaríkjamenn mun meira af fiski nú en þeir gerði á 10. og 9. áratug síðustu aldar.

Bandaríkjamenn eru sólgnir í rækjur og hefur rækjan verið vinsælasti sjávarréttur þeirra allt frá árinu 2001. Meðalneyslan árið 2008 var 4,1 pund á mann.

Túnfiskur er traustur í sessi í öðru sæti. Meðalneysla á mann er 2,8 pund.

Lax er í mikill sókn og er hann í þriðja sæti. Meðalneyslan var 1,58 pund á mann árið 2000, var komin í 1,8 pund árið 2007 en fór í 2,4 pund í fyrra.

Ufsi er í fjórða sæti. Líkast til á hann gengi sitt því að þakka að hann er vinsælt hráefni í fiskborgara. Í fyrra var meðalneyslan 1,3 pund á mann.

Tilapia er í fimmta sæti með 1,19 pund á mann.

Fengrani (Catfish) er í sjötta sæti með 0,92 pund á mann.

Krabbar eru í sjöunda sæti með 0,61 pund á mann.

Bandaríkjamenn borðuð aðeins 0,44 pund af þorski að meðaltali á mann á árinu 2008 sem er helmingur af því sem þeir hesthúsuðu árlega á síðasta áratug. Þorskurinn hefur því fallið niður í áttunda sætið.

Flatfiskur, aðallega lúða, er í níunda sæti með 0,43 pund á mann.

Í tíunda sætinu er svo skelfiskur með 0,42 pund á mann.