föstudagur, 26. apríl 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

TM styður heilsufarsrannsóknir á sjómönnum

11. mars 2008 kl. 09:52

Rannsóknarstofa í íþrótta- og heilsufræðum við Kennaraháskóla Íslands og Tryggingamiðstöðin hafa undirritað samstarfssamning vegna rannsóknar á heilsufari og líkamsástandi sjómanna.

Um er að ræða rannsóknarverkefni sem Sonja Sif Jóhannsdóttir hefur unnið í meistaranámi  í íþrótta- og heilsufræðum. Markmið verkefnisins er að rannsaka heilsufar og líkamsástand sjómanna fyrir og eftir sex mánaða íhlutunartímabil. Verkefnið er unnið hjá útgerðarfyrirtækinu Brimi hf. sem er aðalstyrktaraðili rannsóknarinnar.

Athyglisverðar niðurstöður eru þegar komnar fram í rannsókninni sem nýta má til leiðsagnar og ráðgjafar víða í samfélaginu. Áætlað er að lokaniðurstöður liggi fyrir í júlí næstkomandi.