sunnudagur, 16. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Togaraflotinn: Hvergi neina ýsu að hafa

6. mars 2009 kl. 10:24

,,Við erum staddir á Eldeyjarbankanum núna á höttunum eftir ufsa og ýsu. Við höfum mikið reynt að veiða ýsu í þessum túr en afar lítið fengið af henni þótt við höfum farið hringinn í kringum landið. Reyndar hefur gengið mjög erfiðlega að veiða ýsu á öllu þessu fiskveiðiári og það sama gildir um ufsann.”

Þetta segir Steingrímur Þorvaldsson skipstjóri á frystitogaranum Vigra RE í samtali í nýjustu Fiskifréttum.

,,Ég kann ekki skýringu á þessu trega ýsufiskiríi togaranna. Það kemur kannski eitt og eitt hol einhvers staðar og svo er það búið. Ýsan gæti auðvitað verði grynnra við landið þar sem við megum ekki veiða. Sömu sögu er að segja af ufsanum. Það hefur verið miklu minna af honum en undanfarin ár,” segir Steingrímur.

Sjá nánar viðtali við Steingrím í Fiskifréttum.