miðvikudagur, 19. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Tók peningana en afhenti ekki fiskinn

17. desember 2008 kl. 12:24

Maður frá bænum Steinkjer í Norður-Þrændalögum í Noregi hefur verið dæmdur í eins og hálfs árs óskilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa blekkt fiskkaupendur í tíu löndum.

Maðurinn fékk greiðslur frá kaupendum eftir að hafa talið þeim trú um að hann ræki sjálfur stóra fiskvinnslu og væri í viðskiptum við margar útgerðir og fiskvinnslur meðfram allri strönd Noregs.

Fiskinn afhenti hann aldrei. Auk fangelsisvistarinnar var manninum gert að greiða til baka það fé sem hann tók á móti, samtals um 1,5 milljónum norskra króna, jafngildi tæplega 20 milljóna íslenskra króna á núverandi gengi.

Viðskiptablaðið Dagens Næringsliv í Noregi skýrði frá þessu.