miðvikudagur, 19. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Túnfiskkvótinn í Atlantshafi skertur um 30%

16. nóvember 2009 kl. 12:00

Atlantshafstúnfiskráðið hefur ákveðið að skerða heildarkvóta bláuggatúnfisks um 30% á næsta ári, úr 19.950 tonnum í 13.500 tonn. Þessi túnfiskstofn hrygnir í Miðjarðarhafi og er veiddur þar og í Norður-Atlantshafi allt vestur til Mexíkóflóa.

Stofninn er talinn gróflega ofveiddur og hafa vísindamenn og umhverfissamtök ítrekað krafist þess að veiðar yrðu alveg stöðvaðar þar til stofninn næði sér á strik á ný. Kvótar hafa verið taldir alltof stórir auk þess sem mikið hafi verið veitt úr stofninum á ólöglegan hátt.

Í Atlantshafstúnfiskráðinu eru 48 þjóðir og hafa fulltrúar Miðjarðarhafsþjóða ávallt staðið á móti aukinni veiðiskerðingu. Þeirra á meðal eru Spánverjar, Ítalir, Frakkar, Grikkir, Kýpurbúar og Maltverjar.