fimmtudagur, 24. janúar 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Um helmingur af skarkola og sólkola fluttur út óunninn

28. janúar 2010 kl. 15:12

Skötuselur og koli eru þær tegundir sem hlutfallslega mest hefur verið flutt út óunnið í gámum síðustu árin en í tonnum talið er mest flutt út af ýsu í gámum, að því er fram kemur í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.

Á fiskveiðiárinu 2008/2009 voru flutt út um 59 þúsund tonn af heilum ísuðum fiski í gámum að verðmæti tæpar 18 milljarðar króna samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu. Þetta var aukning um 5% í magni frá fiskveiðiárinu þar áður en verðmætin jukust um 46% milli ára.

Mjög misjafnt er eftir fisktegundum hve gámaútflutningurinn er mikill. Hlutfallslega hefur verið flutt út mest af skötusel og kola. Um 55% sólkolans fara í gáma og 48% skarkolans. Ýsan er einnig hlutfallslega há. Að magni til er mest flutt út af ýsu í gámum, eða um 22 þúsund tonn miðað við slægt á síðasta fiskveiðiári. Þar á eftir koma þorskur og gullkarfi, eða um 8.200 tonn af hvorri tegund. Um 6% af þorskaflanum á síðasta fiskveiðiári voru flutt út óunnin.

Sjá nánar ítarlega umfjöllun í Fiskifréttum.