föstudagur, 14. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Úthafskarfastofninn mælist enn minni en áður

20. ágúst 2009 kl. 11:10

Nú liggja fyrir niðurstöður stofnmælingar á úthafskarfa sem fram fóru fyrr í sumar. Beitt var tveimur ólíkum aðferðum, bergmálsmælingu og togmælingu. Mælingarnar benda til þess að bæði efri og neðri stofn úthafskarfans hafi minnkað frá fyrri mælingum.

Bergmálsmælingin, sem nær aðeins niður á 350 metra dýpi og mælir efri stofninn, gaf að þessu sinni einvörðungu 108 þúsund tonn samanborið við 372 þús. tonn árið 2007 og 551 þús. tonn árið 2005.

Mæling með togveiðarfærum á neðri stofninum, sem heldur sig fyrir neðan 500 metra dýpi, gaf 460 þús. tonn samanborið við 680 þús. tonn árið 2003, en mælingarnar árin 2005 og 2007 eru ekki samanburðarhæfar við mælinguna nú því þá var beitt öðrum aðferðum.

Nánar er fjallað um stofnmælingu úthafskarfans í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.