þriðjudagur, 11. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Veiðar á gulllaxi hafa aukist gríðarlega

11. desember 2009 kl. 15:00

Veiðar á gulllaxi hafa aukist gríðarlega í ár og í fyrra samanborið við undanfarin ár. Á árinu 2008 veiddust 9.086 tonn sem er rúmlega tvöfalt meira en veiddist 2007. Í ár hafa veiðst 8.800 tonn miðað við löndunartölur 8. desember.

Gulllax er einn af fáum nytjafiskum sem ekki eru í kvóta. Um tíma í sumar dró aðeins úr gulllaxveiðinni en segja má að í haust hafi orðið sprenging í veiðinni. Það sem af er fiskveiðiári er búið að veiða 5.335 tonn af gulllaxi en á sama tíma í fyrra höfðu veiðst 3.720 tonn sem þótti mjög mikið á þeim tíma. Árin þar á undan nam veiðin aðeins frá 450 tonnum upp í 1.180 tonn á tímabilinu 1. september til 8. desember.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.