sunnudagur, 24. mars 2019
 

Sextíu prósent smábáta aðstöðulausir

Faxaflóahafnir gerðu skoðanakönnun meðal smábátaeigenda og gefa til kynna vilja til efla smábátaútgerð og bæta hafnaraðstöðu.

Neita að afhenda Herjólf – vilja aukagreiðslur

Vegagerðin hefur hafnað kröfum skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. sem gerir kröfur um viðbótargreiðslu þvert á alla samninga um lokaskil verksins og aukaverk. Vegagerðin hefur leitað ráðlegginga erlendra sérfræðinga á þessu sviði varðandi viðbrögð.

Myndi aldrei rúma mikið af þorski

Landgrunnið við Ísland er allt að hundrað sinnum stærra en landgrunnið við Jan Mayen. Vistkerfi landgrunnsins við Jan Mayen myndi því aldrei rúma þorsk í neinu magni sem nálgast það sem íslenska landgrunnið ræður við.

Merkingar á þorski hafnar á ný

Nú herma fréttir að íslenskur þorskur sé farinn að veiðast við Jan Mayen. Því er nauðsynlegt að merkingar séu stundaðar reglulega þannig að hægt sé að fylgjast stöðugt með því hvort breytingar verði á fari þorsks við Ísland.

Jafn og góður afli frá áramótum

Síðustu tvö ár þurftum við að fara vestur á Selvogsbanka til að fá þorsk í mars- og aprílmánuði en nú er staðan allt önnur,“ segir Þórhallur Jónsson, skipstjóri.

Mikill vöxtur í fiskeldi

Framleidd voru 19 þúsund tonn í fiskeldi á Íslandi árið 2018 og hefur framleiðslan nær fjórfaldast á síðustu tíu árum. Þar af var framleiðslan í laxeldi um 13,5 þúsund tonn.


TölublöðVenjuleg útgáfa

Verðmæti útflutts ísfisks jókst um 20% milli fiskveiðiára

20. janúar 2009 kl. 12:19

rúmlega 38% af öllum ísfiskútflutningi var frá Vestmannaeyjum

Á síðasta fiskveiðiári var fluttur út óunnin afli á erlenda fiskmarkaði með veiðiskipum og fragtskipum að verðmæti 12.266 miljónir króna. Verðmæti útflutts óunnins afla jókst um rúm 20% milli síðustu tveggja fiskveiðiára. Í magni talið óx útflutningurinn úr 49.600 tonnum í 56.500 tonn sem er aukning uppá tæp 14%. Af einstökum tegundum vegur ýsan þyngst eins og undanfarin fiskveiðiár.

Útfluttur ýsuafli fiskveiðiárið 2006/07 var rúmlega 17 þúsund tonn að verðmæti 3.203 miljónir króna en var tæplega 28 þús.  tonn fiskveiðiárið 2007/08 að verðmæti 4.672 miljónir króna.

Vestmannaeyjarhöfn er mesta útflutningshöfn fyrir óunnin afla með fraktskipum enda liggur hún best íslenskra hafna við erlendu ferskfiskmörkuðunum . Á síðasta ári var flutt út af óunnum afla frá Vestmannaeyjum alls 21.800 tonn fyrir 4.718 miljónir króna. Í magni talið var þetta rúmlega 38% af öllum óunnum afla sem fór á erlenda ferskfiskmarkaði.

Magn og verðmæti afla sem fluttur var á erlenda fiskmarkaði af skipum frá Vestamannaeyum og af öllum skipum er hægt að skoða á vef Fiskistofu,HÉR