mánudagur, 10. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Verðmæti útflutts ísfisks jókst um 20% milli fiskveiðiára

20. janúar 2009 kl. 12:19

rúmlega 38% af öllum ísfiskútflutningi var frá Vestmannaeyjum

Á síðasta fiskveiðiári var fluttur út óunnin afli á erlenda fiskmarkaði með veiðiskipum og fragtskipum að verðmæti 12.266 miljónir króna. Verðmæti útflutts óunnins afla jókst um rúm 20% milli síðustu tveggja fiskveiðiára. Í magni talið óx útflutningurinn úr 49.600 tonnum í 56.500 tonn sem er aukning uppá tæp 14%. Af einstökum tegundum vegur ýsan þyngst eins og undanfarin fiskveiðiár.

Útfluttur ýsuafli fiskveiðiárið 2006/07 var rúmlega 17 þúsund tonn að verðmæti 3.203 miljónir króna en var tæplega 28 þús.  tonn fiskveiðiárið 2007/08 að verðmæti 4.672 miljónir króna.

Vestmannaeyjarhöfn er mesta útflutningshöfn fyrir óunnin afla með fraktskipum enda liggur hún best íslenskra hafna við erlendu ferskfiskmörkuðunum . Á síðasta ári var flutt út af óunnum afla frá Vestmannaeyjum alls 21.800 tonn fyrir 4.718 miljónir króna. Í magni talið var þetta rúmlega 38% af öllum óunnum afla sem fór á erlenda ferskfiskmarkaði.

Magn og verðmæti afla sem fluttur var á erlenda fiskmarkaði af skipum frá Vestamannaeyum og af öllum skipum er hægt að skoða á vef Fiskistofu,HÉR