sunnudagur, 24. mars 2019
 

Neita að afhenda Herjólf – vilja aukagreiðslur

Vegagerðin hefur hafnað kröfum skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. sem gerir kröfur um viðbótargreiðslu þvert á alla samninga um lokaskil verksins og aukaverk. Vegagerðin hefur leitað ráðlegginga erlendra sérfræðinga á þessu sviði varðandi viðbrögð.

Myndi aldrei rúma mikið af þorski

Landgrunnið við Ísland er allt að hundrað sinnum stærra en landgrunnið við Jan Mayen. Vistkerfi landgrunnsins við Jan Mayen myndi því aldrei rúma þorsk í neinu magni sem nálgast það sem íslenska landgrunnið ræður við.

Merkingar á þorski hafnar á ný

Nú herma fréttir að íslenskur þorskur sé farinn að veiðast við Jan Mayen. Því er nauðsynlegt að merkingar séu stundaðar reglulega þannig að hægt sé að fylgjast stöðugt með því hvort breytingar verði á fari þorsks við Ísland.

Jafn og góður afli frá áramótum

Síðustu tvö ár þurftum við að fara vestur á Selvogsbanka til að fá þorsk í mars- og aprílmánuði en nú er staðan allt önnur,“ segir Þórhallur Jónsson, skipstjóri.

Mikill vöxtur í fiskeldi

Framleidd voru 19 þúsund tonn í fiskeldi á Íslandi árið 2018 og hefur framleiðslan nær fjórfaldast á síðustu tíu árum. Þar af var framleiðslan í laxeldi um 13,5 þúsund tonn.

Varpa nýju ljósi á þróunartengsl þorskfiska

Í greininni eru þróunartengsl einstakra tegunda rakin nánar, t.d. hvernig Atlantshafsþorskur blandaðist við tegundir í Íshafinu og úr varð vagleygði ufsi eða Alaskaufsi


TölublöðVenjuleg útgáfa

Vertíðarstemning að færast yfir

9. mars 2018 kl. 08:43

Ottó N. Þorláksson RE. (Mynd af vef HB Granda).

Nýja Viðey fullbúin til veiða í næsta mánuði.

„Febrúarmánuður var auðvitað erfiður hjá okkur eins og öðrum  vegna veðurs en það hefur verið allt annað og betra upp á síðkastið. Það er að færast vertíðarstemning yfir veiðina hér syðra og ufsaveiðin er að aukast,“ segir Jóhannes Ellert Eiríksson, skipstjóri á Ottó N. Þorlákssyni RE, í viðtali við heimasíðu HB Granda.

Ottó hefur verið að veiðum suðvestur og vestur af Reykjanesi, eða á heimamiðum ísfisktogara HB Granda, undanfarna daga en skipið á að vera komið til hafnar í Reykjavík á sunnudagsmorgun.

„Við höfum ekkert norður á Vestfjarðamið að sækja þegar þessi tími er kominn. Hefðbundin vertíðarstemning með tilheyrandi þorskgengd og sem betur fer er ufsaveiðin að glæðast. Gullkarfastofninn stendur sterkt en það er lítið veitt af gullkarfa,“ segir Jóhannes Ellert en í spjallinu við hann kemur fram að að bráðlega verði nýi togarinn, Viðey RE, tilbúinn. Verið er að koma fyrir aðgerðaraðstöðu á millidekki og sjálfvirku lestarkerfi í skipið á Akranesi auk þess sem öll tölvukerfi vegna siglingar og veiða verða stillt.

„Við verðum á Ottó þar til Viðey verður klár,“ sagði Jóhannes Ellert Eiríksson.

Samkvæmt upplýsingum Birkirs Hrannars Hjálmarssonar, útgerðarstjóra ísfisktogara HB Granda, er stefnt að því að Viðey verði fullbúin til veiða í næsta mánuði.