miðvikudagur, 19. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Viðbótin við skötuselskvótann ofbýður stofninum

19. nóvember 2009 kl. 12:00

,,Mér líst afar illa á það, ef skötuselskvótinn verður aukinn úr 2.500 tonnum og upp í allt að 4.500 tonn. Slík aflaaukning mun ofbjóða stofninum. Við höfum reynslu nágrannaþjóðanna sem víti til varnaðar,” segir Einar Jónsson fiskifræðingur á Hafrannsóknastofnun í samtali við Fiskifréttir í dag.

Einar bendir á að þegar Færeyingar og Norðmenn hafi hafið beina sókn í skötuselinn með netaveiðum á sínum tíma hafi aflinn í báðum tilvikum farið upp í 5.000 tonn í upphafi en síðan hrapað og ekki glæðst á ný fyrr en eftir mörg ár.

Nánar er fjallað um skötuselsstofninn og fyrirhugaða kvótaaukningu í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.