mánudagur, 14. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

1 hringormur tefur vinnslu um 6-10 sekúndur

13. ágúst 2015 kl. 10:35

Fiskflak í snyrtingu

Tafirnar í vinnslu ógna gæðum ferskfisks

Það tekur 6-10 sekúndur að tína einn hringorm úr fiskflaki. Sé mikið um hann í fiski tefur það vinnsluferlið með þeim afleiðingum að hitastigið í flakinu rýkur upp og þar með er gæðum ferskfiskafurða ógnað. 

Þetta kemur fram í viðtali við Sigurjón Arason, yfirverkfræðing hjá Matís. Fyrirtækið leiðir nýja rannsókn á hringormum, útbreiðslu þeirra og aðferðum til að lágmarka magn þeirra í sjávarafurðum. 

Það voru umkvartanir á erlendum mörkuðum yfir hringormi í fiski frá Íslandi sem urðu til þess að kraftur var settur í þessar rannsóknir. 

Sjá nánar í Fiskifréttum í dag.