þriðjudagur, 15. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

108 milljarða styrkur til fiskeldis

14. ágúst 2015 kl. 12:00

ESB leggur Pólverjum lið við að byggja upp fiskeldi

Fiskveiðisjóður ESB mun ráðstafa 734 milljónum evra til fiskeldis í Póllandi fram til ársins 2020, eða sem samsvarar um 108 milljörðum íslenskra króna. Norskir framleiðendur sjá fram á gósentíð á næstu árum í sölu á tækjum og tæknibúnaði til Póllands. Þetta kemur fram á norska vefnum kystmagsinet.no.

Til marks um þetta segir á vefnum að 25 manna sendinefnd sé nú stödd í Þrándheimi til að skoða sýninguna Aqva Nor, læra af Norðmönnum og afla viðskiptasambanda.  

Mikill gróska er í efnahagslífi Pólverja um þessar mundir. Á síðasta ári jókst landsframleiðslan um 3,4% og búist er við svipuðum vexti í ár. Í Póllandi er einn stærsti markaður fyrir norskar sjávarafurðir. Salan þangað jókst um 10% á árinu 2014. Samhliða þessu hafa Pólverjar lagt aukna áherslu á fiskeldi (landeldi), svo sem eldi á urriða, styrju, laxi og tilapiu.