sunnudagur, 19. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

11 þús. tonna ýsukvóti fluttur milli ára

24. september 2009 kl. 11:48

Um 13% ýsukvótans voru færð milli fiskveiðiára um þessi kvótaáramót samanborið við 9% í fyrra og 12% í hittifyrra, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.

Alls var fluttur tæplega 11.000 tonna ýsukvóti yfir kvótaáramótin þar af 9.000 tonn hjá aflamarksútgerðum og 2.000 tonn hjá krókabátaútgerðum.

Með tegundatilfærslum var búinn til verulegur viðbótarkvóti í karfa, steinbíti, löngu og keilu.

Sjá nánar um geymslukvótann í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.