miðvikudagur, 20. janúar 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

15-20% kvótans í potta eftir 15 ár

29. apríl 2011 kl. 09:39

Frá netaveiðum á þorski. (Mynd: Einar Ásgeirsson)

Fiskveiðifrumvarp ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir að nýtingartími útgerða á kvótanum verði 15-20 ár.

Frumvarp um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða verður lagt fram á fundi ríkisstjórnarinnar í dag eða strax eftir helgi. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Hagsmunaaðilar fá ekki að sjá frumvarpið fyrr en ríkisstjórn og þingflokkar stjórnarflokkanna hafa fjallað um það.

Blaðið segir að eftir að hagfræðilegri greiningu á áhrifum fyrirhugaðra breytinga á rekstur og starfsumhverfi sjávarútvegsins verði lokið eigi Samtök atvinnulífsins og Alþýðusambandið að tilnefna tvo fulltrúa hvort ásamt fulltrúum stjórnarflokkanna til að vinna að frekari sátt um málið. Þeirri yfirferð á að vera lokið 8. júní.

Að sögn blaðsins er víst að kerfinu verður skipt upp í nýtingarsamninga við útgerðina og svo verða pottar til samfélagslegra verkefna. Stefnt sé að því að þeir verði 15 til 20 prósent aflaheimilda að 15 árum liðnum. Nýtingartími útgerða verði 15 til 20 ár.

Skýrt er frá þessu á vef RÚV.