þriðjudagur, 26. október 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

150 tonn af grásleppu til Kína

16. október 2010 kl. 17:28

Til skamms tíma hefur nýting grásleppu einungis falist í því að hirða úr henni hrognin en fiskinum verið kastað. Triton ehf. hefur hafið útflutning á frosinni grásleppu til Kína þar sem hún er nýtt til manneldis.

Alls voru flutt út 150 tonn af frosinni grásleppu á þessu ári sem er tvöfalt meira en á síðasta ári. Þess er vænst að þessi útflutningur fari vaxandi á komandi árum.

Nánar er fjallað um málið í nýjustu Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu.